Oft þegar við Ásdís erum að hjóla heim úr miðbænum eða nágrenni höfum við farið framhjá skilti sem á stendur: Organic vegetarian take-away. Fram til þessa höfum við ekki athugað hvað byggi að baki þessu ágæta skilti þar sem við höfum alltaf verið á svo mikilli ferð. Í dag stöðvuðum við fákana þar sem ég var svo ofboðslega svangur.
Þegar inn var komið tók á móti okkur glaðleg stúlka sem brosti alltaf voða mikið þegar við töluðum okkar á milli um hvað við skyldum fá okkur. Það kom upp úr dúrnum að hún hafði gengið í lýðháskóla með Íslendingum og þannig lært að þekkja málið og tala smá.
Ekki var þó hægt að standa og tala á tóman maga svo við pöntuðum og fengum tvo myndarlega skammta af gómsætu grænmetisfæði á þægilegu verði. Þegar út var komið hjóluðum við í rólegheitum, södd og sæl heim á leið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli