Sit á bókasafninu í Solbjerg Plads og þykist læra. Það gengur ágætlega að þykjast en ætli maður verði ekki að taka smásprett svo ekki þurfi að skrifa ritgerð á Ítalíu. Ég hlakka mjög til ferðarinnar og ætla sko ekki að skrifa neinar ritgerðir þar, nema í formi stuttra dagbókarfærslna.
Í augnablikinu ómar þessi yndislega tónlist í heyrnartólum mínum. Þakka ég móður minni innilega fyrir að kynna mig fyrir þessu pari. Er hægt að lifa heila ævi án þess að dilla sér að minnsta kosti einu sinni í takt við svona lífsgleði? Ég held ekki.
Svei mér þá! Ég held að tónlistin hafi bara komið mér í gang fyrir áðurnefndan sprett :)
2 ummæli:
Já, finnst þér þau ekki ljúf?
Maður verður eitthvað svo innilega góður í sér þegar maður hlustar á þau...
Þau eru algjört æði :)
Skrifa ummæli