föstudagur, 15. september 2006

Ritgerð farin og komin

MA ritgerðin sem fór og kom svo strax aftur, tíhí

Eftir nær heila andvökunótt sendi ég MA ritgerðina frá mér rétt um hálf sex í gærmorgun. Ég dró það á langinn eins lengi og mér var unnt því ég trúði því einfaldlega ekki að tveggja ára starfi væri lokið og það samþjappað í 133ja blaðsíðna PDF skjali. Ég upplifði sem sagt einhvers konar aðskilnaðarkvíða. Mér tókst þó að senda ritgerðina af stað í prentun og náði meira að segja að leggjast niður í tíu mínútur áður en ég hjólaði af stað til vinnu.

Í dag kom ritgerðin síðan aftur til mín, en núna á föstu formi. Við sóttum pabba á Kastrup í hádeginu í dag og upp úr bakpoka hans komu nokkrir pokar af Þristi og lakkrískonfekti, Ópal og Draumi og síðast en ekki síst, MA ritgerðin, innbundin, áþreifanleg og endanleg. Hún er svo fín og ég er svo ánægð. Dönsum á húsþökum, dillum okkur í sólinni, ég er búin með MA námið!

Afskaplega þreytt en á sama tíma afskaplega hamingjusöm :0)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá til hamingju :)Þú mátt alveg vera ánægð með þetta. 133 blaðsíður er ekkert smá verk. Um hvað skrifaðir þú?

Ég veit að þú ert örugglega bara að grínastmeð aðskilnaðarkvíðann en þetta er víst alvarlegt vandamál. Ein sem ég þekki lenti illa í svoleiðis og þurfti að berjast við þunglindi/depurð í 6 mánuði.

Nafnlaus sagði...

Velkomin í hóp meistara!!

Bíddu bara þar til þú getur ekki lengur loggað þig inn á síður skólans og skoðað póstinn og svona. Þá fannst mér ég vera orðin annars flokks borgari og endanlega búin með skólakaflann í lífinu :(

Nafnlaus sagði...

Kveðja
Fjóla the anonymous

ásdís maría sagði...

Takk fyrir kveðjurnar. Ég er mjög ánægð með árangurinn, ánægðust samt með að vera búin! Ég skrifaði sem sagt um Pólverja á Íslandi.

Ég kvíði því ekki að geta ekki lengur loggað mig inn á háskólapóstinn, það verður þó eflaust sérstök upplifun :0)

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega til hamingju elsku
Ásdís mín.
Þú mátt vera stollt og ánægð
með þennan mikla áfanga. Guð má
vita að ég er yfir mig stollt og
hreykin af frumburði mínum og hlakka mikið til að faðma og knúsa
þig við heimkomuna.

PS: Tekur þú eftir hjartanu sem
glampar á plastinu framan á ritgerðinni?

baldur sagði...

Tiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiil hamingju! Hjartað, sem minnst er á að ofan, er heldur betur greinilegt á myndinni og vel við hæfi þar sem það var lagt í verkið.