þriðjudagur, 12. september 2006

Ógeð 2006

Yfir sumarið hef ég safnað í sarpinn nokkrum pirringskúlum sem mig langar afskaplega að þrykkja eitthvert annað og létta þannig á sarpnum. Hér kemur crème de la crème af pirringi sumarsins:

1. Hundaskítur og hundaeigendur sem ekki þrífa eftir hundinn sinn. Það er eitt að skilja skítinn eftir í beðum, þar er hann þó ekki fyrir manna fótum (nema minna), en að skilja hann eftir út á miðri göngubraut eins og um rósarblöð sé að ræða, það skil ég ekki. Kaupmannahöfn er að verða eins og Bordeaux, algjör Lorteby.
2. Reykingar og reykingafólk. Komin með ógeð af því að það sé reykt ofan í mig hvar sem ég er. Hættið þessum vibba strax, þolinmæði okkar er á þrotum!
3. Geitungar. Þarfnast engrar útskýringar, bendi þó á að ég hef séð þá kjammsa á hundaskít, sjá viðhorf til þess í lið 1.
4. Muggur. Sjúga blóð og eru þar með vampírur, er hrædd við vampírur.

Ah, þetta var betra. Enn betra er þó að hugsa til þess að ég á aðeins tvær vikur eftir af því að stíga í hundaskít, vera blásin niður af reykjandi samstarfsfólki og eiga á hættu að vera stungin og bitin. Ég hlakka sem sagt mikið til að hætta í vinnunni, svo mjög reyndar að kannski ætti arfahreinsun að verma fyrsta sætið.

Engin ummæli: