sunnudagur, 10. september 2006

Lokaspretturinn

Ég rölti yfir í Døgnarann áðan og keypti mér fjórar dósir af Hustler. Þetta er ekki dónatímarit og heldur ekki kraftlyftingartímarit. Hustler er hins vegar orkudrykkur sem bragðast eins og tyggigúmmí. Varla þarf að taka fram að slíkt er orkudrykkjum ekki til framdráttar frá mínum bæjardyrum séð.

Ég legg þó á mig að súpa á veigunum af og til því ég er komin á lokasprettinn í MA skrifum og vil helst ná í mark áður en skilafrestur nær í skottið á mér. Á sko að skila á fimmtudaginn svo andrúmsloftið á heimilinu er rafmagnað þessa daganna, hárið á mér stendur örugglega út í loftið. Vona að ég nái því niður fyrir útskrift.

Engin ummæli: