Jæja, mikið var að DR sendu einhvern til að tékka á því hvort við ættum sjónvarp. Við vorum hérna í sakleysi okkar að snövla eitthvað í eldhúsinu þegar dyrasíminn byrjaði að öskra á okkur. Ég stekk til og svara með áður óþekktum tilþrifum: Halló...
Í gegnum umferðarniðinn berst mér til eyrna, blákalt og umbúðalaust: Ég frétti að á þessu heimili væri sjónvarp. Ég svaraði um hæl upp á íslensku: Já, góða kvöldið. Lagði tólið á og leyfði óðagotinu að yfirtaka mitt annars yfirvegaða fas.
GISP! Útsendarinn er mættur sagði ég við Ásdísi sem óðara hóf leit að kvittun sem sýndi fram á að sjónvarpið væri fullkomlega löglegt. Leitin gekk illa og ekki gat ég hjálpað því ég þurfti að taka á móti njósnaranum. Fékk einnig spurningu frá fröken Ásdísi um það hvers vegna ég hefði ávarpað sjónvarpsmanninn á íslensku.
Á meðan hún stóð í þessu undirbjó ég hlýlegar móttökur á stigapallinum, það er nefnilega ekki á hverjum degi sem maður fær sjónvarpsnjósnara í heimsókn. Þegar sjónvarpsmaðurinn var svo kominn inn í forstofu hætti Ásdís snarlega að leita að kvittuninni og bauð Stellu Soffíu velkomna í NV.
Sátum svo þrjú og höfðum það huggó og röbbuðum um flest annað en skráningarleyfi sjónvarpstækja í Danmörku. Rétt áður en Stella Soffía kvaddi dró hún úr skjóðu sinni Kill Bill 1 & 2, í staðinn gaukuðum við að henni einni Frasier þáttaröð. Þokkalega hlakka ég til að sjá þessar myndir og ólíkt þeim sem sáu þær í bíó þarf ég ekki að bíða eftir númer tvö.
Í gegnum umferðarniðinn berst mér til eyrna, blákalt og umbúðalaust: Ég frétti að á þessu heimili væri sjónvarp. Ég svaraði um hæl upp á íslensku: Já, góða kvöldið. Lagði tólið á og leyfði óðagotinu að yfirtaka mitt annars yfirvegaða fas.
GISP! Útsendarinn er mættur sagði ég við Ásdísi sem óðara hóf leit að kvittun sem sýndi fram á að sjónvarpið væri fullkomlega löglegt. Leitin gekk illa og ekki gat ég hjálpað því ég þurfti að taka á móti njósnaranum. Fékk einnig spurningu frá fröken Ásdísi um það hvers vegna ég hefði ávarpað sjónvarpsmanninn á íslensku.
Á meðan hún stóð í þessu undirbjó ég hlýlegar móttökur á stigapallinum, það er nefnilega ekki á hverjum degi sem maður fær sjónvarpsnjósnara í heimsókn. Þegar sjónvarpsmaðurinn var svo kominn inn í forstofu hætti Ásdís snarlega að leita að kvittuninni og bauð Stellu Soffíu velkomna í NV.
Sátum svo þrjú og höfðum það huggó og röbbuðum um flest annað en skráningarleyfi sjónvarpstækja í Danmörku. Rétt áður en Stella Soffía kvaddi dró hún úr skjóðu sinni Kill Bill 1 & 2, í staðinn gaukuðum við að henni einni Frasier þáttaröð. Þokkalega hlakka ég til að sjá þessar myndir og ólíkt þeim sem sáu þær í bíó þarf ég ekki að bíða eftir númer tvö.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli