miðvikudagur, 14. júní 2006

Verslunarferð

Við fylltum á fataskápinn í dag enda löngu orðið tímabært þar sem engin sumarföt er að finna þar, sama hversu mikið maður gramsar og endurraðar.

Við gengum Strikið þvert og endilangt og gerðum okkur að leik að kíkja í allar "hinu" verslanirnar sem við höfum ekki kíkt í fyrr. Þessar "hinu" verslanir eru allar þær búðir sem ekki eru úr Vero Moda eða H&M keðjunni :0)

Við komum klifjuð heim eins og vera ber úr verslunarleiðangri og erum tilbúin í sumarveðrið sem á að vera þann 17. júní.

Engin ummæli: