miðvikudagur, 30. ágúst 2006

Nýir meðlimir

Við gerðumst meðlimir í stéttafélaginu 3F Bygge-, jord- og miljöarbejde í dag. Við höfðum fengið þær fyrirskipanir að hafa ekki hátt um að við værum ekki meðlimir en síðan kom trúnaðarmaður starfsmanna og sagðist hafa tekið eftir því að tveir Íslendingar væru ekki í stéttafélaginu.

Þar sem við erum hvorki á móti stéttafélögum né í stuði til að láta leggja okkur í einelti þann mánuð sem eftir er af vinnunni skráðum við okkur og borguðum fyrir mánaðarþátttöku. Og nú getum við haldið áfram að njóta kjaranna frá 3F með góðri samvisku og tveggja mánaða sparnaði í lommanum.

Engin ummæli: