Eins og flestir vita erum við Ásdís bókaormar í meira lagi og vill svo til að í Bangalore eru flottar bókabúðir. Ein þeirra selur notaðar bækur og heitir einmitt Bookworm. Það er að mínu mati draumabúð bókaorma. Þar er að finna stafla af bókum upp um alla veggi í akkúrat mátulega reglulegri óreiðu.
Bækur eru hlutfallslega dýrar miðað við annað hér en það skiptir okkur ekki sérlega miklu máli þar sem við höfum það markmið að þyngja töskur ekki um of. Algengt verð eru 250-400 rúpíur eða 400-600 krónur. Þrátt fyrir dæmalausan sjálfsaga og fögur fyrirheit lúta bókaormar nú bara ákveðnum náttúrulögmálum sem seint verður breytt og því slæðist alltaf ein og ein bók með heim.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli