sunnudagur, 4. mars 2007

Vaknað í Chennai

Við erum stödd í Chennai hjá Geira frænda og verðum hér í nokkra daga. Lestarferðin hingað tók rúma sex tíma og við nýttum tímann í lestinni til að smakka alls kyns indverskt snarl, lesa fallega kveðjubréfið frá Valery og senda sms á vini og vandamenn.

Þar sem símanúmerin okkar áttu að detta út þegar við færum út fyrir Karnataka fylkismörkin og inn í Tamil Nadu vildum við endilega klára inneignir okkar. Því fengu margir sms þess efnis að Bangalore símanúmerin væru nú úr gildi.

Það sem við komumst síðan að þegar við fórum yfir blessuð fylkismörkin var að 15. febrúar síðastliðinn var reglunum breytt og nú fá allir sjálfkrafa svokallað National roaming. Þvílík lukka segi ég nú bara. Símanúmerin okkar eru því enn þau sömu út dvöl okkar í Indlandi. Við leggjum reyndar öðrum símanum og verðum bara með eitt númer: +91 99 86 60 96 31.

Engin ummæli: