sunnudagur, 7. október 2007

Lekima yfir Laos

Loksins höfum við fengið haldbæra skýringu á þessari stanslausu rigningu. Í gær var þriðji í rigningu, og rétt eins og hina dagana rigndi linnulaust frá morgni fram undir næsta morgun. Við höfum ekki farið varhluta af rigningu í ferðalaginu fram til þessa, en aldrei hefur rignt svo klukkutímum og dögum skiptir og iðulega rignir aðeins síðdegis og á nóttunni, sem er að mínu mati afskaplega hagkvæmt og hyggilegt af veðurguðunum.

Það var svo í gærkveldi sem við lásum á fréttavef Morgunblaðsins um fellibylinn Lekima sem gekk yfir miðhluta Víetnam með látum á dögunum og reikar nú um Laos. Þó ekkert hafi verið minnst á rigningar í Laos í kjölfar þessa má reikna með að þetta úrhelli skrifist á Lekima. Allavega er þetta í fyrsta sinn á okkar rúmu níu mánuðum í Asíu sem eitthvað þessu líkt gerist, rigning dag eftir dag. Þess vegna get ég sagt: Af fenginni ferðareynslu myndi ég segja að ástandið væri óeðlilegt og ekki í takt við Asíu almennt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú ekki neitt. Þegar ég kom heim þá ringdi stanslaust í 40 daga og NÆTUR. Ég sem hélt að ég væri að koma úr Monsun rigningum.
Hér var líka rok með í kaupbæti. Nú hefur stytt up og hausveðrið hafið sín störf. El-Far

ásdís maría sagði...

Uss, uss, uss, þetta hljómar nú ekki nógu vel, hvers konar söluræða er þetta. Mig langar hreint ekkert til Íslands lengur.