laugardagur, 6. október 2007

Þriðji í rigningu

Já, það heldur áfram að rigna á okkur. Mikil mildi að við tökum því rólega, annars værum við kannski í sömu sporum og margir aðrir ferðalangar, sem leigja sér hjól í ofsaveðrinu og láta sig hafa það. Nei, ég er algjörlega að ýkja, það er ekkert ofsaveður, en maður blotnar nú samt af því að hjóla útí rigningunni.

Á svona degi er gaman að kynna til sögunnar fígúrurnar Dingó og Bingó, sem ég gat af mér einhvern tímann í Chiang Mai og sem ég hef gefið svigrúm til að vaxa og dafna í samtölum okkar Baldurs. Ég kynni þá hér meira fyrir mig en aðra, ég vil ekki að þeir falli í gleymskunnar dá, svo sýnið mér skilning.

Dingó og Bingó eru hundar af ástralska dingó kyninu, Dingó er töffari sem talar ensku með mexíkóskum hreim (ég veit ekki af hverju) og Bingó vill ná fram mýkri hlið á Dingó. Það tekst þó ekki alltaf. Enn sem komið er vill Bingó ganga í augun á Dingó og vera töffari eins og hann.

Mottó Dingó þessa dagana:
Dingo no like cat. Dingo pee on cat. Dingo pee on cat tail, hahahahahaha.
Bingó vill ekki vera eftirbátur Dingós og þvert á eigin sannfæringu, því hann er mikill kattavinur, þá segir hann stundum:
Bingo kick cat. Bingo kick cat ass, hahahaha.

Hmmmm, er ég búin að vera of lengi í eigin félagsskap, segið þið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú kemur sér vel að hafa þýsku nasistastakkana sem þið keyptuð í Malasíu. Þeir er vörn fyrir öllu. Allt frá blóðsugum (Lítsis), rigningu og mannfólki. Ég á ekki von á að nokkur maður þori að tala við ykkur þegar þið eruð í þessum svörtu stökkum. El-Far

baldur sagði...

Sjálfur er ég yfir mig hrifinn af þessum fígúrum :)