Við Baldur höfum verið að taka til í myndaalbúmunum okkar, meðvituð um hve löt við höfum verið við að uppfæra nýjar myndir á flickr. Nú er öldin hins vegar önnur og erum við á hraðri leið að bæta upp fyrir 2009.
Mig langaði bara að tilkynna að eftirfarandi albúm eru núna komin netið, okkur öllum til yndisauka :)
Baldur 30!: Héldum upp á þrítugsafmæli Baldurs á fallegum og björtum vordegi.
Krýsuvík & Kleifarvatn: Heimsóttum þetta fallega svæði á Uppstigningardag.
Stokkhólmur 2009: Kíktum í brúðkaup í Stokkhólmi.
Glymur í Botnsá: Gengum upp að hæsta fossi landsins.
Fimmvörðuháls: Gengum þessa frægu leið milli Skóga og Þórsmerkur og milli tveggja jökla.