Allt síðan ég las bókina Artemis Fowl hef ég verið að velta fyrir mér fyrir hverju hugtakið stockholm syndrome stendur. Ég fór í smá vefleiðangur með það að leiðarljósi að svala þekkingarþorsta mínum og viti menn, netið hafði upp á bjóða mjög svo svalandi vitneskju.
Árið 1973 frömdu tveir flóttafangar vopnað bankarán í Sveriges Kreditbank í Stokkhólmi og tóku fjóra bankastarfsmenn til gíslingar, þrjár konur og einn karlmann. Bankaránið í sjálfu sér var ekki það sem vakti áhuga og furðu manna heldur viðbrögð gíslanna þegar stjórnvöld reyndu að bjarga þeim eftir sex daga nauðungarvistun. Þá bar nefnilega við að gíslarnir blésu á allar slíkar hjálpartilraunir og vildu helst vera áfram í gíslingu. Seinna meir vörðu þeir af kappi gjörðir bankaræningjanna, söfnuðu saman í sjóð fyrir lagakostnaðir þeirra og tvær af konunum trúlofuðust síðan bankaræningjunum.
Þetta atferli hefur allar götur síðan verið nefnt the stockholm syndrome, hefur mikið verið rannsakað af atferlisfræðingum og öðrum sálfræðingum og er frekar algeng viðbrögð fólks sem lendir í öðrum eins hremmingum.
Þar hef ég það. Heimildir fann ég á tveimur síðum en ég mæli með friðaralfræðibókinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli