Í gær vorum við í mat hjá mömmu og pabba heima hjá Kristjáni og Stellu sem eru ekki heima hjá sér en eru alltaf á leiðinni. En af því að þau eru á leiðinni þá var þetta síðasta sunnudagsboðið á Eggertsgötunni í bili. Að vanda var kóngamatur á borðum enda enginn venjulegur Potter að verki. Við átum á okkur gat eða það gerði ég að minnsta kosti og svo var það desertinn og svo var það pólitíkin og þegar við kvöddum þá voru allir hálffluttir af landi brott því hálfnað er verk þá hafið er.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli