Hvað haldiði að hafi gerst á nýja bílnum? Já svona er það nú, eitt dekkið fór að leka. Ég fór að sjálfsögðu og pumpaði íða og hugsaði sem svo að ég myndi pæla í því seinna. Þá kom samviskuengillinn á aðra öxlina á mér og sagði: "Baldur, dekk laga sig ekki sjálf, lagaðu það núna, ekki fresta því." Þá sagði púkinn: "Iss, það er nú bara peningasóun að henda aurum í gúmmítuðrur." Þá sagði engillinn: "Í fjögur skipti hlustaðirðu á fíflið á hinni öxlinni og hvað græddirðu? Ekki neitt."
Já kæru lesEndur ég fór á fyrsta dekkjaverkstæði sem ég sá og viti menn ventillinn var ónýtur og líklega hefði lekið úr dekkinu á einni nóttu og þá væri nú ekki eins gott í mér hljóðið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli