Seinustu jól fengum við tvo miða í Þjóðleikshúsið að gjöf frá Pétri afa og Stellu ömmu. Síðan þá höfum við sífellt verið með hugann við hvað okkur langar að sjá en enn ekki gefið okkur tíma til að fara.
Um daginn vorum við enn sem áður að skoða leikskránna og kíktum á miðana okkar góðu. Þá sáum við okkur til hrellingar að þeir voru komnir hættulega nálægt því að renna út. Þetta var okkur nægilegt spart í rassinn því við hringdum strax og pöntuðum tvo miða á Veisluna.
Í kvöld förum við síðan á sýninguna og ég er farin að hlakka til. Það er nefnilega ekki á hverjum degi sem maður fer í leikhús.