miðvikudagur, 12. mars 2003

Supplies

Hér sit ég uppi á bókasafni í VR2 og hlusta á dýrlega tónlist og er að hugsa um að læra líka. Morguninn hjá mér fór nefnilega að miklu leiti í kjaftagang. Hvern haldiðið að ég hafi hitt? Ég hitti Kristleif vin minn og félaga sem er mjög skemmtilegur og því var mjög skemmtilegt að hitta hann. Þannig að kjaftagangur var í góðu lagi.

Svo hef ég líka verið í beinu sambandi við bretónska garðyrkjubændur. Þaðan var allt gott að frétta, ég talaði við mömmu í þetta sinn og var mjög gott í henni hljóðið. Við Ásdís ætlum að heimsækja Bretanníufolöldin í sumar og hlökkum vægast sagt mikið til.

Kenavo!