miðvikudagur, 9. apríl 2003

Mættarmót

Í dag fór ég í bíltúr með Pétri afa. Við keyrðum sem leið lá út á Keflavíkurflugvöll, svona eins og maður gerir, og náðum í mömmu. Mikið ferlega var gaman að hitta mömmu, nú þarf maður bara líka að fá pabbaskammtinn sinn. Við fórum svo og heimsóttum Stellu ömmu og vorum hjá henni dágóða stund.

Svo úr því að allir voru í svona góðum fíling þá ákvað afi að slá upp mini-ættarmóti (mættarmóti) á á á Á næstu grösum og svoleiðis ættarmót getur ekki orðið annað en ljúffengt.