Fyrir rúmum þremur vikum fengum við þá flugu í höfuðið að nota dauða tímann í maí eftir próf til ferðalaga í hlýrra loftslag. Við ætlum að kíkja aftur til tengdó á Bretagne skagann enda einstaklega fallegur skagi sem gaman er að heimsækja.
Við vorum rétt í þessu að klára að bóka flug til Stansted og Dinard og ekki seinna vænna því frá því við tékkuðum seinast hefur verðið á heildarpakkanum hækkað um tæpar átta þúsund krónur. Munar um minna og því er lærdómur dagsins þessi: Að hika er það sama og að tapa!