Á laugardaginn fórum við í brúðkaup til vina okkar Maríu og Kára. Þau giftu sig í Reykholtskirkju sem er mjög falleg, sérstaklega glugginn (sem er líka altaristafla) og ljósakrónurnar. Við lögðum reyndar svo seint af stað að ég þurfti að setja lóð á hægri fótinn svo við næðum í tæka tíð. Brúðkaupveislan var haldin á Bifröst en þar eru þau veitingamenn og hafa því aðgang að fínum sal. Þetta var mikið stuð og fullt af góðu fólki. Mér finnst gaman í brúðkaupum. Ætla ekki fleiri að fara að gifta sig?
Í gær fékk ég email frá einni af mínum aðalfyrirmyndum, Dave Draper. Vei! Þetta var mér hörkuhvatning í ferðalagi mínu að stærri vöðvum og ég tók eitt af hinum alræmdu prógrömmum frá meistaranum í kvöld. Brjálæðisleg átök!
Á heimleiðinni kom ég við hjá hinum frábæru froskum og tjattaði smá við þau. Þegar ég svo kom heim beið mín aldeilis óvænt sending. Nefnilega páskapakki frá Bretagne, jeijúhú! Eins gott að vera duglegur að æfa því í kassanum var fátt annað en hágæðasúkkulaði og mikið af því!