miðvikudagur, 16. júní 2004

Hátíðarhöldin skipulögð

Á heimasíðu Reykjavíkurborgar er að finna dagskrá hátíðarhaldanna þann 17. júní. Það sem mér finnst einstaklega skemmtilegt við uppsetningu dagskránnar að þessu sinni er að maður getur hakað í þá viðburði sem maður hefur áhuga á og þannig útbúið sína eigin dagskrá sem maður síðan prentar út eða fær senda í tölvupósti. Þetta erum við Baldur að plana að gera:

Dagskrá 17. júní

Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavík
09:55

Í kirkjugarðinum við Suðurgötu
10:00
Forseti borgarstjórnar, Árni Þór Sigurðsson, leggur blómsveig frá
Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar Lúðrasveitin Svanur leikur: Sjá
roðann á hnjúkunum háu Stjórnandi: Rúnar Óskarsson Skátar standa
heiðursvörð

Hátíðardagskrá við Austurvöll
10:40
Hátíðin sett: Anna Kristinsdóttir, formaður Þjóðhátíðarnefndar, flytur
ávarp Karlakórinn Fóstbræður syngur: Yfir voru ættarlandi. Stjórnandi:
Jónas Ingimundarson Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur
blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á
Austurvelli Karlakórinn Fóstbræður syngur þjóðsönginn Ávarp
forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar Karlakórinn Fóstbræður syngur: Ísland
ögrum skorið Ávarp fjallkonunnar Lúðrasveitin Svanur leikur: Ég vil
elska mitt land Kynnir er Adólf Ingi Erlingsson og Ríkisútvarpið sendir
dagskrána út í útvarpi og sjónvarpi

Skrúðganga frá Hlemmi að Ingólfstorgi
13:40
Skrúðganga frá Hlemmi niður Laugaveg að Þingpalli. Lúðrasveit
verkalýðsins og Jarren Hornmusik leika og Götuleikhús Hins Hússins og
Félag blómaskreyta taka þátt í skrúðgöngunni

Danssýning á Þingpalli
14:00
(Svið á plani vestan Alþingishúss og norðan Ráðhúss) Ýmsir danshópar og
dansskólar sýna dans: Klassíski listdansskólinn Dansstúdíó Sólveigar
Dansíþróttafélagið Gulltoppur ÍR Dansdeild Jazzballlettskóli Báru
Magadansfélag Íslands Adrenalín gegn rasisma 5th Element
Magadansdísirnar Kynnir er Bogomil Font

Kraftakeppni á Miðbakka
14:00
Trukkadráttur í keppninni Sterkasti maður Íslands. Gerð verður tilraun
til að setja heimsmet í trukkadrætti, 56 tonn

Glíma á Þingpalli
16:00
(Svið á plani vestan Alþingishúss og norðan Ráðhúss) Lýðveldis- og
heimastjórnarmót Glímuráðs Reykjavíkur

Tónleikar á Arnarhóli
20:00
Mammút Á móti sól Írafár Hljómar Kalli Bjarni Bang Gang Love Gúrú Bubbi
Mothens Ensími

Gaman, gaman bráðum kemur 17. júní!

E.s. Til hamingju með afmælið María G. :)

Engin ummæli: