föstudagur, 17. desember 2004

Nú líða dagarnir hratt

Undanfarna daga hef ég hreinlega legið í bókum um lögfræði og hagfræði. Að vísu hef ég tekið stöku hlé til að nærast og ekki spillir að gera það í góðum félagsskap. Nánar tiltekið fórum við Ásdís á miðvikudaginn með pabba og Pétri afa á Næstu grös og fengum okkur hnetusteik með öllu tilheyrandi. Svona smá jólaþjófstart. Ég er ekki frá því að ég sé ennþá saddur eða skyldi það vera síðan í gær þegar ég fór úr Holtó eins og stríðalinn jólagrís eftir að veisluföng höfðu verið borin í mig í lange baner. Já ef einhver skyldi ekki vera með það á hreinu þá er mjög gott að vera ég :)

Engin ummæli: