fimmtudagur, 17. mars 2005
Allir á kjörstað!
Jæja þá er maður búinn að kjósa. Ef einhverjir stúdentar lesa þetta þá hvet ég þá eindregið til þess að drífa sig á kjörstað og reyna að hafa einhver áhrif á framtíð Háskólans. Miðað við kjörsókn í fyrri umferð er ég ansi hræddur um að þessi kynslóð menntamanna sé einhvers konar afþvíbaraæmérersamahópur. Guð forði okkur frá því að þannig fólk stjórni Íslandi framtíðarinnar.
þriðjudagur, 8. mars 2005
Hafið kveikt á hljóðinu
Við Ásdís vorum eitthvað að gaufa saman á netinu og fundum þessa snilld. Þar sem ég hef ekki bloggað um nokkurt skeið ætla ég ekki að fara nákvæmlega yfir allt sem ég hef gert síðan síðast. Í staðinn byrja ég smátt og opinbera hér með að í morgun át ég appelsínu með eðalsteinum. Hver er það annars sem ákveður hvaða steinar skulu kallaðir eðalsteinar?
Ef enginn gefur sig fram þá hef ég ákveðið að þeir steinar sem hægt er að eta manni að skaðlausu skuli kallaðir eðalsteinar ef hægt er að gróðursetja þá þannig að upp komi blóm eða tré. Þeir sem ekki höfðu kveikt á hljóðinu meðan færslan var lesin geta bætt sér það upp með því að hlusta á plötuna Silver & Gold með Neil Young.
Ef enginn gefur sig fram þá hef ég ákveðið að þeir steinar sem hægt er að eta manni að skaðlausu skuli kallaðir eðalsteinar ef hægt er að gróðursetja þá þannig að upp komi blóm eða tré. Þeir sem ekki höfðu kveikt á hljóðinu meðan færslan var lesin geta bætt sér það upp með því að hlusta á plötuna Silver & Gold með Neil Young.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)