þriðjudagur, 6. september 2005

Amagerströnd

Í dag hjóluðum við á nýju ströndina á Amager. Þetta var okkar fyrsta eiginlega strandferð síðan við komum og var veðrið fallegt þó svolítið blési vindurinn.

Ég skellti mér í sjóinn og var þar með laus við vindinn. Það er ágætt að synda þarna en þó þarf að passa sig aðeins á rastafagengi sjávarins, marglyttunum.

Engin ummæli: