sunnudagur, 11. september 2005

Glamrar í grillinu

Á föstudaginn var kíktum við loksins í litlu heilsubúðina sem ég hjóla framhjá á degi hverju, Natur & Sundhed helsekost. Þar fundum við, okkur til mikillar gleði, ýmsan varning sem hefur verið í miklum metum á þessu heimili en vantað í búrskápinn síðan flutt var út. Á ég þá einna helst við grænmetiskæfur frá Tartex sem við höfðum leitað dyrum og dyngjum að í öllum verslunum sem við höfum komið í. Talandi um að leita langt yfir skammt.

Við fundum einnig grænmetisborgara og kviknaði þá sú hugmynd að prófa grilltækni okkar. Úr varð að laugardagskósýkvöldið okkar fór í að grilla þessa líka fínu hamborgara á einnotagrilli. Í meðlæti voru bakaðar kartöflur með graslauk og steinselju og frönsku, sjávarsöltuðu smjöri. Í eftirrétt voru belgískar vöfflur með vanilluís og hlynsírópinu sem pabbi færði okkur að gjöf frá Aspen.

Heyri ég einhvern ráðleggja okkur að kíkja í þrekið? Ég held það væri ráðlegt eftir svona veislu.

Engin ummæli: