Í seinustu viku var svo heitt hér í borginni að ekki var annað hægt en að klæðast pilsi og sandölum ef til stóð að fara út úr húsi. Ég var ekki að ýkja þegar ég skrifaði um hitann á þessum degi. Í þessari 37. viku ársins hefur þó aðeins verið svalara, þyngra yfir og hitinn í kringum 16-18 gráður. Í gær rigndi nú bara á okkur á leiðinni heim úr þrekinu.
Í dag rann svo upp þessi fagri, heiðríki dagur. Þrátt fyrir það er þægilegur svali í lofti og minnir mann helst á þessa dásamlegu haustdaga sem maður fær stundum að upplifa á Íslandi, þegar stirnir einhvern veginn í andrúmsloftinu af fersku lofti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli