Ekkert varð þó af rómantíska göngutúrnum okkar í garðinum þar sem honum var að loka þegar okkur bar að. Í staðinn fórum við í ekki-svo-rómantíska göngu að Nørreport. Þar kíktum við í Fona og keyptum okkur nýjasta diskinn með Tori Amos, Beekeeper. Þegar við höfðum enn kabel tv sáum við nefnilega oft lagið Sweet the Sting spilað á VH1 og MTV og féllum alveg fyrir því. Við fyrstu hlustun orkar platan á mig sem væntanlegt uppáhald, eitthvað sem ekki verður tekið af fóninum á næstunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli