Í dag héldum við Ásdís hvort sína framsöguna og gekk báðum vel. Framsagan mín var í námskeiði sem heitir Organizing Global Markets en Ásdísar var í námskeiði sem heitir Consumption of Power.
Það hefur reynst okkur vel að verðlauna okkur með góðri slökun eftir áfanga af þessu tagi og kusum við að kúra okkur heima yfir góðri mynd. Við horfðum á stórmyndina Kingdom of Heaven og höfðum gaman af. Myndin er alveg ekta hetjumynd með stórfenglegum bardagasenum og öllu tilheyrandi.
Vilji maður hins vegar öðlast meiri innsýn í tímabil krossferðanna þá mæli ég með bókum Jan Gillou, Leiðinni til Jerúsalem og Musterisriddaranum. Þriðja bókin í seríunni er ekki komin út á íslensku, kemur vonandi um jólin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli