Þegar við tilkynntum flugvellinum að taskan okkar væri týnd í gær var okkur tjáð að hringja ef við hefðum ekkert heyrt frá þeim innan 24 tíma. Við fengum að sama skapi að vita að flestir fengju símtal frá þeim innan þess tíma svo við vorum tiltölulega bjartýn.
Seinnipartinn í dag höfðum við hins vegar enn ekkert heyrt frá flugvellinum og það jók bara á áhyggjurnar. Þegar umræddar 24 stundir höfðu liðið hringdi ég til þeirra og fékk þá þær gleðifréttir að taskan væri fundi og hún yrði afhent milli 18 og 21. Og rétt í þessu kom hún í hús og þvílík gleði!
Við sem vorum búin að eyða deginum í að reyna að sætta okkur við þá tilhugsun að við fengjum aldrei að sjá töskuna og innihald hennar aftur. Nú þurfum við hins vegar að sætta okkur við þá tilhugsun að þurfa að taka upp úr töskunni :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli