Þá erum við komin heim í heiðardalinn. Við komum þó hálf tómhent heim því stóra taskan sem við tókum með út (með nánast öllu okkar hafurtaski) týndist og nú er bara að bíða og sjá hvort hún skili sér. Það kaldhæðna er að taskan með öllum óhreina þvottinum skilaði sér, eins og forlögin séu að fela okkur verkefni.
Við erum í raun í slæmri klemmu: stóra tölvan okkar er biluð og rafmagnssnúran í fartölvuna er í týndu töskunni. Og fartölvan er alveg að verða batteríslaus... Svo engin tónlist fyrir okkur í bili.
Annars er kvennafrídagurinn í dag og ég er vitaskuld fjarri góðu gamni hér í Köben. Ég hefði haft svo gaman af því að taka þátt í þessum viðburði enda heyrt svo oft hvernig dagurinn fór fram fyrir þrjátíu árum, eitthvað sem allir virðast minnast með gleði og stolti.
Til hamingju með daginn Íslendingar, ef þið finnið töskuna okkur látið okkur þá vita, við verðum í þvottahúsinu...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli