sunnudagur, 25. desember 2005

Afmæli: 26 ára

Nú á ég bara tvær mínútur eftir af þessum yndislega afmælisdegi. Afmælisgestirnir góðu - froskarnir, halakartan og Ingvaldur amma - voru að ganga út úr dyrunum eftir dýrindis pizzaveislu, mergjaða spilamennsku í Settlers og almennt jólasukk í sætindum.

Ég fékk að sjálfsögðu afmæliskveðjur frá klakanum og í samtalinu við pabba rifjuðum við upp að fyrir tíu árum hélt ég upp á 16 ára afmælið á Kanaríeyjum. Þá fékk ég perlueyrnalokka að gjöf (sem ég var hæstánægð með) og sopa af kampavíni (sem olli mér svo miklum vonbrigðum að ég er enn ekki búin að jafna mig).

Á 26 ára afmælinu fékk ég íslenskan lakkrís (sem ég var hæstánægð með) en náði hins vegar ekki að vinna í Settlers (sem olli mér svo miklum vonbrigðum að ég á eftir að syrgja það sem eftir lifir dags).

Það er sko gaman að eiga afmæli!

1 ummæli:

Elín sagði...

Til Hamingju með afmælið : )