miðvikudagur, 7. desember 2005

Áfanga lokið

Áðan kláraði ég munnlegt próf úr námskeiði sem heitir Organising Global Markets & Trade. Prófið fór þannig fram að ég og fjórir félagar mínir fluttum framsögu um verkefni sem við höfðum unnið á önninni. Prófdómararnir voru tveir og gengu þeir ötullega til verks, spurðu okkur spjörunum úr að fyrirlestri loknum. Eftir klukkutíma yfirheyrslu var okkur svo hent út og biðum við eftir niðurstöðu. Biðin var ekki löng og niðurstaðan var góð.

Ég verð að segja að mér hefur aldrei þótt svona gaman í prófi áður. Spurningarnar voru flugbeittar og greinilegt var að kennarinn hafði lesið ritgerðina okkar ansi vel yfir. Þegar einkunnin var í höfn fóru strákarnir á barinn en ég lét mér nægja eina kalda pintu af mjólk heima.

Ekki var ég einn um að ljúka áfanga í dag því Ásdís lauk einnig námskeiði, Changing Social Practices: (Middle Eastern) immigration to Scandinavia and United Kingdom. Áfangamatið þar á bæ var ekki ósvipað, fyrirlestur og ritgerð. Í tilefni af áföngum beggja ætlum við að slaka rækilega á í kvöld.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hopala! Til lykke, begge to!

Nafnlaus sagði...

Óska ykkur innilega til hamingju með farsællega afstaðna áfanga á báðum stöðum.

baldur sagði...

Kærar þakkir :)