þriðjudagur, 24. janúar 2006

Angantínusarheimt

Þetta er mynd af órangútan unga. Þetta er þó ekki hvaða órangútan ungi sem er heldur er þetta hann Angantínus. Svo er mál með vexti að við mamma vorum fyrir mörgum árum að æfa okkur að setja upp heimasíður og notuðum óspart þessa mynd á allar síðurnar. Við nefndum hann líka Angantínus.

Í dag rakst ég svo á þessa mynd fyrir tilviljun og hafði þá í smá tíma verið að velta því fyrir mér hvort og þá hvar ég hefði vistað hana. Nú þarf ég hins vegar ekki á þeim hausverki að halda lengur, nú er hún komin á heimasíðuna þar sem ég ætti að geta nálgast hana ef þess gerist þörf.

Baldur segir að myndin sé af mér á fallegum morgni og mamma kallar mig Angantínus - og þá veit ég ekki hvert heimurinn er að fara.

Engin ummæli: