laugardagur, 18. febrúar 2006

These boots are made for walking

Ég lét verða af því! Ég keypti mér æðislega mergjuð, hnéhá leðurstígvél í dag í versluninni Bianco á Strikinu. Það setti ekki strik í reikninginn að afgreiðslustúlkan var íslensk svo við gátum rætt kosti og galla skónna án vandkvæða. Það kom í ljós að það voru engir gallar.

Nú þarf ég bara að berjast við sjálfa mig um eitt: að tíma að ganga í skónum. Þeir eru bara svo fínir að grófar götur borgarinnar eiga ekkert með að eyðileggja þá. Ó, þvílík togstreita!

En ætli ég fái nokkru ráðið um þetta? Eða segir ekki einhversstaðar: These boots are made for walking, and that's just what they'll do...

Engin ummæli: