Mér finnst það skjóta skökku við að portið okkar er krökkt af heillegum húsgögnum og húsmunum sem nágrannarnir hafa viljað losa sig við en hinum megin við götuna er skransala (ég kalla hana Notað og notaðra) sem einmitt selur notuð húsgögn og húsmuni - og þar er alltaf nóg að gera.
Hvað er málið? Nennir fólk ekki að koma mublunum sínum í verð? Ef eitthvað er að marka rennslið um Notað og notaðra er nefnilega alveg markaður fyrir þær. Eitthvað finnst mér þetta nú öfugsnúið.
Sófi, straubretti, pottaplanta og heil eldhúsinnrétting!
4 ummæli:
Að ógleymdum sófum, hægindastól, sjónvarpi og nýlegu IKEA rúmi. Alveg magnað...
Hvílíkt bruðl...
Segðu!
Þessar búslóðir í húsagörðum eru skemmtilegar. Það er gaman að sjá hvaða dóti annað fólk hendir og oft má finna sitthvað nýtilegt inni á milli, jafnvel hreinustu dýrðgripi ef maður leitar vel.
Skrifa ummæli