miðvikudagur, 26. apríl 2006

27 ára

Jæja þá er maður orðinn 27 ára. Síðustu dagana sem ég var 26 ára fann ég hvernig heilsu minni fjaraði rólega út og þegar dagurinn í dag rann upp var það komið á hreint, ég er orðinn heilsulaus. Það hefur flensa tekið bólfestu í mér og er hún eini afmælisgesturinn í dag. Þannig að í kvöld munum ég, Ásdís og flensan fá okkur eitthvað gott að borða saman.

Skemmst er frá því að segja að fyrir 13 árum hélt ég upp á fertugsafmælið mitt. Síðan þá hef ég öðlast kosningarétt, fengið bílpróf og margt fleira. Á hverju ári yngist töframaðurinn Merlin um eitt ár en ég virðist ekki lifa í tímaröð, hvorki afturábak né áfram. Ég kann ágætlega við það.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku yngissveinn. Þetta er hverju orði sannara!

Móa sagði...

nú skammast ég mín, Kæri frændi til hamingju með rokkárið. Já og gleðilegt sumar líka Baldur og Ásdís, kveðja frá Berlín Móa, Arnar og Ísold

ásdís maría sagði...

Til hamingju með daginn ástin mín!

baldur sagði...

Þakka ykkur kærlega fyrir allar kveðjurnar :)