fimmtudagur, 24. maí 2007

Á sjúkrabeði, II

Lífið heldur áfram að endurtaka sig fyrir okkur skötuhjú. Eftir spítalaferð Baldurs um daginn versnaði honum stöðugt og í dag var svo komið að ég fór í Snow Lion apótekið til að kaupa sýklalyf og sölt með appelsínubragði. Á leiðinni heim kom ég við í litla súpermarkaðnum og keypti Pepsí og Snickers.

Eftir að hafa tekið "töfrasteinana" og drukkið vel af saltlausninni og Pepsínu sofnaði okkar maður værum og kærkomnum svefni. Það er ólíkt þægilegra að vera veikur hér í McLeod Ganj en í Amritsar. Hitinn hefur að sjálfsögðu mest að segja, hér er veðrið alltaf eins og á góðum sumardegi á Íslandi. Annað sem einnig skiptir máli er að hér er allt til alls og það í seilingarfjarlægð. Ólíkt Amristar er mér óhætt að fara einni út fyrir hússins dyr til að sækja björg í bú.

Eins og stendur eru innkaupin fyrir sjúklinginn mjög einföld, það eina sem Baldur hefur lyst á þessa dagana er Snickers og gosdrykkir.

Engin ummæli: