þriðjudagur, 11. apríl 2006

Nágrannaerjur

Á gulum post-it miða fyrir framan mig standa orðin uforskammet, vasketøj, våd og tøjsnor. Við þurftum að fletta þeim sérstaklega upp í litlu gulu dönsk-íslensku orðabókinni minni. Síðan skrifuðum við stutta orðsendingu sem var svohljóðandi:

Til dig der har taget våd vasketøj af tøjsnoren!
Hvis der ikke er plads til dit tøj er det ikke vores problem. Det er uforskammet at tage våd vasketøj af snoren og beder vi dig venligst at ikke gøre det igen.
Mvh,
Naboerne

Þegar við vorum að skrifa orðsendinguna minntist ég eins þáttar af Frasier þar sem einhver ökumaður hafði lagt í bílastæði Frasiers. Þar sem okkar maður ætlaði aldeilis ekki að láta vaða yfir sig skrifaði hann orðsendingu til ökumannsins og hófst hún á orðunum Dear discourteous driver. Roz vildi nú meina að þetta hefði ekkert að segja og ráðlagði honum að hleypa loftinu úr dekkjum bifreiðarinnar svo ökumaðurinn fengi almennilega refsingu.

Í okkar tilviki hefði Roz eflaust ráðlagt okkur að taka þvottinn sem hengdur hafði verið upp á snúruna í stað okkar þvottar, bleyta hann í vaskinum, vinda hann og brjóta síðan snyrtilega saman. Það hvarflaði hins vegar aaaaaldrei að mér, ne-hei.

Engin ummæli: