Í dag eru komnir átta mánuðir síðan við fluttum inn á Frederikssundsvej. Þar með er Danmörk það land sem ég hef dvalið lengst í frá heimalandinu, Frakkland dottið niður í annað sæti með sína sjö mánuði og Þýskaland fær að verma það þriðja með sína tvo mánuði. Ef plön okkar ganga eftir eigum við hálft ár eftir hér í Danaveldi. Það er ekki slæmt.
Setti til gamans tvær myndir frá fyrsta deginum okkar í Kaupmannahöfn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli