föstudagur, 9. júní 2006

Kúkalabbi

Linda í Døgnaranum er farin að brosa til okkar þegar hún afgreiðir okkur. Það er kærkomin tilbreyting frá fýlupokasvipnum sem mætti okkur alltaf áður.

Í gær spurði hún okkur hvaðan við værum og þegar hún fékk að vita að vor móðurjörð væri Ísland varð hún upprifin og sagði síðan við okkur: Kúkalabbi.

Við skildum það að sjálfsögðu ekki alveg strax en svo áttuðum við okkur og urðum mjög kát og glöð. Ætli það séu eðlileg viðbrögð þegar einhver kallar mann kúkalabba?

Engin ummæli: