fimmtudagur, 8. júní 2006

Mínútulærdómur

Á þessum fallegu júnídögum getur reynst erfitt að halda sér að verki í lærdómi. Ég hef því þurft að prufa nýjar leiðir til að nálgast lærdóminn og finnst svolítið skondið til þess að hugsa að eftir sex ára háskólanám sé ég núna að gera tilraunir með námstækni.

Í dag fann ég upp á því að beita mínútu-nálgun að lærdómnum. Ég setti upp skema um hversu margar og langar vinnutarnir ég tæki og hversu margar og langar pásur ég tæki. Síðan fylgdi ég þeim út í ystu æsar og það gekk svona líka rosalega vel.

Ég hélt mér að verki í samanlagt 420 mínútur (hefðbundinn vinnudagur) sjö tímar og tók innan við klukkutíma í samanlagðar pásur. Í lok dagsins gat ég síðan séð augljósan árangur erfiði míns. Það er gaman að vera afskastamikil.

Engin ummæli: