laugardagur, 3. júní 2006

Ybbum gogg!

Þegar ég var í bæjarvinnunni sumarið 1997 notaði ég eitt sinn orðalagið að ybba gogg. Það vakti mikla lukku meðal vinnufélaganna sem höfðu víst ekki heyrt orðalagið notað í háa herrans tíð.

Mér finnst að í viðleitni til að halda blæbrigðum í tungumálinu verði maður að ybba gogg reglulega eða í það minnsta banna öðrum að ybba gogg. Rétt í þessu bað ég til að mynda Baldur að vera ekki að ybba gogg, allt í þágu tungunnar að sjálfsögðu.

2 ummæli:

baldur sagði...

Þetta var augljóslega í þágu tungunnar, því eins og þú veist ybba ég aldrei gogg.

Mig langar til að nota tækifærið og minna á orðalag Þórbergs fyrir sama hlut: Vertu ekki að steyta görn þarna helvítis barnið þitt!

Mér hefur alltaf þótt þetta góð leið til að byrja samtöl við ókunnuga og eignast vini.

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú líka engum líkur!