Undarlegir hlutir gerast í borginni á vinnutíma. Um daginn keyrðum við Tine að Gammel Køge Landvej í beðahreinsun og vorum við það að stíga út úr bílnum þegar gerir hellidembu. Við gáfum því ekki mikinn gaum annan en að andvarpa og dæsa og bíða af okkur versta úrhellið.
Næsta dag var heiðskírt og fallegt veður og ekki rigndi á okkur í vinnunni fyrri part dags. Þegar við keyrðum á Køgevej byrjaði hins vegar að rigna alveg upp úr þurru. Í þriðja skiptið sem við keyrðum á Køgevej byrjaði að rigna á þeirri sekúndu sem við beygðum inn á veginn.
Við Tine erum að sjálfsögðu með þá tilgátu að það rigni bara á Køgevej af öllum götum borgarinnar og aðeins þegar við erum þar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli