Í morgun skaust ég til Einars í morgunkaffi. Morgunkaffið teygðist rækilega framyfir hádegið þar sem lítið er um vandræðalegar þagnir þegar við hittumst.
Einu þagnirnar voru þegar við horfðum á heimildarmynd um heimildarmynd, þ.e. heimildarmynd um Pumping Iron. Ákaflega fróðlegt verk sem hjálpar töluvert til við að skilja einstaklingana sem standa bakvið myndina og tíðarandann.
Kaffiboðið var svo toppað með bíltúr út á Álftanes þar sem Einar og fjölskylda standa í stórræðum. Þau eru langt komin með að byggja svakaflott hús þarna útfrá og hlakka ég til að kíkja í morgunkaffi þangað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli