Einn dagur í brottför.
Ég trúi því nú bara ekki að ég sé að leggja upp í einhverja langferð á morgun, það er bara alltof, alltof óraunverulegt. Samt pakka ég niður á fullu í fullri alvöru eins og einhver sem skynjar að þetta sér raunverulegt. Það er eins gott því maður þarf að gefa sér mjög góðan tíma í að vega og meta hvað skal taka með og hvernig skuli pakka því niður.
Við erum nánast búin að pakka öllu niður í þessum töluðu orðum. Öllum snyrtivörum er búið að ráða snyrtilega í lásapoka, búið er að rúlla upp öllum flíkum og stinga í bakpoka og búið er að huga fyrir síðbuxum og síðbolum. Við eigum bara eftir að panta far með næsturlest frá Mumbai til Goa, kveðja ættingja, kaupa skordýrafælu og losna við spennuhnútinn í maganum sem fær mig til að skjálfa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli