mánudagur, 19. mars 2007

Capoeira á þaki

Fyrir viku síðan ætlaði ég á capoeira morgunæfingu ásamt félaga mínum Marloni. Ekki gekk sú tilraun betur en svo að það endaði með löngum æfingamótorhjólatúr um Auroville og nærsveitir. Engin æfing þann daginn.

Í morgun tókst okkur Marloni að mæta á morgunæfingu í þessari áhugaverðu bardagalist. Æfingin var haldin á húsþaki í nærliggjandi þorpi, skemmtileg æfingaaðstaða, og var samankominn lítill en áhugasamur hópur iðkenda (klukkan ekki einusinni orðin hálfsjö).

Sá stíll sem iðkaður er á morgunæfingunum er kenndur við Angóla og er fremur afslappaður, líkist frekar nútímadansverki en bardagalist. Notalegt að dansa svona sparkdansa meðan sólin vaknar í rólegheitunum.

Engin ummæli: