Að undaförnu höfum við fylgst með lífi tveggja kóngulóa sem bjuggu í stofugluggatjöldunum. Þær höfðu sveipað um sig þéttum hvítum vef sem líktist frekar tjaldi en kóngulóarvef. Margar kenningar höfum við haft um tilgang þessara framkvæmda en lítið vissum við.
Það var ekki fyrr en í kvöld að við sáum að þetta voru hreiður og að mömmukóngulærnar voru lítið annað en hulsur utan um egg. Sum eggin voru búin að klekjast út og litlir gegnsæjir kóngulóarungar skriðu um allt.
Ungarnir nærast á móðurinni eins og tíðkast hjá spendýrum en á ólíkt miskunnarlausari máta, þeir éta hana innanfrá. Þar sem ég vildi ekki fylla húsið af kóngulóm og ungafylltum hreiðrum þeirra drap ég allt gengið og henti því í ruslið. Hver er þá miskunnarlaus?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli