Í gær fórum við ásamt Víði og Ingibjörgu til Pondicherry með búðaráp í huga. Svo heppilega vill til að öll erum við bókaormar og því lá beint við að byrja í bókabúð. Búðin sem við fórum í var ekki mjög stór en þar kenndi ýmissa grasa og auðvitað féllum við nokkuð rækilega í freistni, eins og lög gera ráð fyrir.
Ásdís keypti: Balzac and the Little Chinese seamstress eftir Dai Sijie, Blue Shoes and Happiness eftir Alexander McCall Smith, Tuesdays With Morrie og The Five People You Meet in Heaven eftir Mitch Albom, The Village By the Sea eftir Anita Desai, The Power of Positive Thinking og The Power of Positive Living eftir Norman Vincent Peale.
Ég keypti: Freakonomics eftir Steven D. Levitt, Atlas Shrugged eftir Ayn Rand, Seven Spiritual Laws of Success eftir Deepak Chopra, How to Raise Your Own Salary eftir Napoleon Hill, How to Think Like Leonardo DaVinci eftir Michael J. Gelb. Ég elska bókabúðir!
Leið okkar lá svo í gegnum líflegt mannhafið inn í indverska fataverslun þar sem við blöstu litríkir efnisstrangar í metravís, ætlaðir til sarígerðar, og föt í bæði indverskum og vestrænum stíl. Eitthvað lítilræði slæddist í poka þar en í heldur hóflegra magni. Kvöldið var svo kórónað með skemmtilegri stund og frönskum kræsingum á Satsanga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli