miðvikudagur, 29. ágúst 2007

Kveðjustund

Jæja, þá er tríóið okkar aftur orðið að dúói. Við Baldur fylgdum pabba út á flugvöll í dag og kvöddum hann þar. Hann flýgur til Bangkok í dag og verður þar eina nótt og á morgun flýgur hann til Stokkhólms og þaðan heim á frostafrón.

Þar sem við erum ekki enn búin að ákveða alveg hvert ferðinni er heitið næst, og viljum vera allavega aukadag í Singapore (komast í dýragarðinn, maður), urðum við eftir í Singapore. Því varð úr að við kvöddum pabba í dag á flugvellinum og ég komst að því að ég hef ekki gaman af kveðjustundum.

Elsku pabbi, þúsund þakkir fyrir frábærar samverustundir síðustu fimm vikur. Yndislegur gestabloggari og ferðafélagi :o) Hlökkum til að endurtaka leikinn, hvenær sem það verður.

Engin ummæli: